Pep Guardiola, stjóri Manchester City gefur engan afslátt og voru leikmenn liðsins mættir á æfingu í morgun.
City vann enska Deildarbikarinn í gærdag eftir 3-0 sigur á Arsenal í úrslitaleiknum á Wembley.
Sigurinn var afar þægilegur en Guardiola bannaði leikmönnum sínum að fá sér bjór eftir úrslitin.
Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 72 stig og hefur 13 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar.
Stjórar á Englandi hafa stundum gefið frí eftir úrslitaleiki en Guardiola vill vinna allt sem í boði er og virkuðu leikmenn liðsins í góðum gír á æfingu í morgun.
Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.