Manchester United tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Willian kom Chelsea yfir en Romelu Lukaku jafnaði metin fyrir Manchester United áður en Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður og loktölur því 2-1 fyrir United.
Antonio Conte, stjóri Chelsea var svekktur með að fá ekkert út úr leiknum.
„Mér fannst við eiga skilið stig út úr þessum leik en við töpuðum og það þýðir ekki að ræða það neitt meira,“ sagði Conte.
„Ég sá ekki atvikið með Morata nægilega vel en ef hann var ekki rangstæður þá er þetta alvarlegt mál. Kannski þurfum við VAR tæknina á Englandi. Það er mikið af augnablikum sem eru vafasöm.“
„Við vorum ekki nógu beinskeyttir og hleyptum þeim inn í leikinn og þeir refsuðu okkur. Manchester United er frábært félag og við erum svekktir með að tapa hérna í dag því við áttum að gera betur.“
„Það er hörð barátta um Meistaradeildarsæti og þetta verður erfitt núna,“ sagði Conte að lokum.