Liverpool tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.
Það voru þeir Emre Can, Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem skoruðu mörk Liverpool í dag en Michail Antonio minnkaði muninn fyrir West Ham í stöðunni 0-3.
Salah hefur nú skorað 31 mark á leiktíðinni og hefur hann þar með jafnaði metið hans Luis Suarez frá tímabilinu 2013-14 þegar að Úrugvæinn var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Egyptinn kom til Liverpool frá Roma síðasta sumar en Liverpool borgaði 36 milljónir punda fyrir hann sem verður að teljast góð kaup.
Liverpool á 10 leiki eftir í deildinni á þessari leiktíð og þá er liðið svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og því verður að teljast ansi líklegt að Salah bæti metið enn frekar.
Mohamed Salah has now equalled Luis Suarez's best ever goal tally in a single season for Liverpool in all competitions (31) both doing it in a total of 37 games.
Filling the boots. pic.twitter.com/otYNtYs3uz
— Squawka Football (@Squawka) February 24, 2018