Carlos Carvalhal, stjóri Swansea hefur stimplað sig inn með látum í ensku úrvalsdeildinni.
Þegar að hann tók við liðinu um áramótin var Swansea á botni ensku úrvalsdeildarinnar en liðið situr nú í sextánda sæti deildarinnar með 27 stig, einu stigi frá fallsæti.
Carvalhal var spurður út í tölfræði Swansea á leiktíðinn og var ekki lengi að svara.
„Þetta er eins og ég og þú myndum fara saman í lautarferð,“ sagði stjórinn við blaðamann.
„Við tökum kjúkling með okkur og borðum hann allan en samt borðar þú ekki einn bita. Tölfræðilega séð þá borðaðir þú samt hálfan kjúklinginn.“
„Þetta er ástæðan fyrir því að ég horfi ekki á tölfræði í fótboltanum,“ sagði hann að lokum.