fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
433

Óskar Hrafn drullar yfir Mourinho – Er að eyðileggja United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson sérfræðingur Stöð2 Sport og þjálfari Gróttu drullaði yfir Jose Mourinho stjóra Manchester United í gær.

United náði í 0-0 jafntefli á útivelli gegn Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Margir telja úrslitin góð en Óskar var að drepast úr leiðindum yfir leiknum.

„Maður trúir því ekki að maður sér á horfa á knattspyrnustjóra hjá einu stærsta félagsliði í heimi í einni stærstu keppni í heimi. Það lítur út fyrir að hann sé að bíða eftir því að stærðfræðikeppni sé að byrja í MR,“ sagði Óskar Hrafn á Stöð2Sport í gær.

„Hvernig hann hagaði sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur,“ sagði Óskar Hrafn.

„Hann er leiðinlegur utan vallar og leiðinlegur í tilsvörum. Hann er leiðinlegur þegar hann leggur leikinn upp. Hann er bara leiðinlegur. Og hann er bara að eyðileggja United.“

„Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Ég leið vítiskvalir yfir samantektinni ef það er hægt að kalla þetta samantekt. Það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna en að horfa á United spila.“

„Það var hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda. Með knattspyrnustjóra sem er á ofurlaunum fyrir að stýra þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt og góðir leikmenn eru að spila illa. Hættu þessu! Farðu bara og finndu þér eitthvað annað að gera, Jose Mourinho.“

Smelltu hér til að sjá ummæli Óskars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Ekki gerst í heil 18 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birkir Valur og Bragi Karl í FH

Birkir Valur og Bragi Karl í FH
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane

Segir að hann fái ekki nógu mikið hrós frá stuðningsmönnum Englands – Betri en Rooney og Kane
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndina sem allir eru að tala um – Gerði VAR enn ein mistökin?

Sjáðu myndina sem allir eru að tala um – Gerði VAR enn ein mistökin?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír handteknir fyrir rasisma

Þrír handteknir fyrir rasisma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?
433Sport
Í gær

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“