Lionel Messi bjargaði jafntefli fyrir Barcelona þegar liðið lék gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum en leikið var á Stamford Bridge í London. Willian var hættulegasti leikmaður Chelsea í leiknum en í tvígang í fyrri hálfleik skaut hann í tréverkið.
Hlutirnir gengu svo upp í síðari hálfleik þegar skot Willian hafnaði í netinu, skotið kom fyrir utan teig og var fast.
Á 75 mínútu var svo komið að Lionel Messi, Chelsea gerði mistök. Andres Iniesta kom boltanum á Messi sem hamraði knettinum framhjá Thibaut Courtois.
Eiður Smári Guðjohnsen og Michael Ballack voru gestir á Stamford Bridge í gær og heilsuðu upp á stuðningsmenn í hálfleik.
Mynd af því er hér að neðan.