Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að núverandi leikmannahópur hans hjá félaginu sé sá sterkasti sem hann hefur unnið með.
Klopp sýrði Borussia Dortmund á árunum 2008 til 2015 og vann meðal annars þýsku Bundesliguna með liðið.
Þá kom hann liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar en þrátt fyrir það vill hann meina að hann sé með betra lið hjá Liverpool.
„Það er mjög erfitt fyrir mig að velja liðið fyrir hvern einasta leik,“ sagði Klopp.
„Ég hef aldrei áður stýrt liði þar sem að gæðin á varamannabekknum eru svona mikil, hvað þá á leikmönnunum sem eru utan hóps.“
„Solanke, Klavan og Woodburn hafa ekki verið í hóp að undanförnu en þetta eru allt frábærir leikmenn. Þetta er öflugasti leikmannahópur sem ég hef stýrt,“ sagði hann að lokum.