HM í Rússlandi fer fram í sumar en mikil eftirvænting ríkir fyrir mótinu.
Ísland mun leika í nýjum búningum á mótinu sem er framleiddur af Errea.
Búningurinn verður afhjúpaður þann 15. mars næstkomandi og er því tæplega mánuðir í að Íslendingar fái að sjá treyjuna.
Errea birti athyglisverða færslu á Twitter síðu sinni í dag þar sem þeir virðast vera birta mynd af íslensku treyjunni sem virkar doppótt.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ gaf það út á dögunum að búningurinn yrði umdeildur en hvort þetta sé treyjan sem Ísland mun spila í á lokamótinu skal látið ósagt.
Myndir af treyjunni má sjá hér fyrir neðan.
🔥 Fire that burns and warms the heart of Iceland.
❄️ And ice that slowly melts turning into water.Our new jersey is about to see the light, discover it with us. 🇮🇸 #FyrirIsland pic.twitter.com/9PMr1UZXQr
— Erreà Sport (@ErreaOfficial) February 16, 2018