Freyr Alexandersson þjálfari Íslands verður ekki með íslenska liðinu í einum leik á Algarve mótinu.
Liðið heldur í lok mánaðarins til Algarve og tekur þátt í sterku móti.
Liðið er með Danmörku, Japan og Hollandi í riðli og verður Freyr í öllum þeim leikjum.
Freyr verður hins vegar ekki á svæðinu þegar spilað verður um sæti á Algarve.
Hann er að taka UEFA Pro námskeiðið í Danmörku og þarf að mæta á svæðið eftir fyrstu þrjá leikina. Annars fellur hann.
Ásmundur Haraldsson aðstoðarmaður Freys mun stýra liðinu í síðasta leiknum.