Juventus er í þriðja sæti yfir fæst mörk fengin á sig í fimm stærstu deildum Evrópu en það er Opta sem greinir frá þessu.
Juventus er sem stendur í öðru sæti ítölsku Serie A með 62 stig, einu stig á eftir Napoli sem er með 63 sig.
Aðeins Barcelona og Atletico Madrid hafa fengið á sig færri mörk en Börsungar sitja á toppi spænsku deildarinnar og hafa 7 stiga forskot á Atletico sem er í öðru sætinu.
Juventus tekur á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og því ljóst að það gæti reynst þrautinni þyngri fyrir gestina að skora.
Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.
0.68 – Juventus have conceded an average of just 0.68 goals per game in all competitions this season (23 in 34 games); only Barcelona (0.49) & Atlético Madrid (0.54) have a better record among the teams within the big five leagues. Formidable. pic.twitter.com/K46VHm9o2d
— OptaJoe (@OptaJoe) February 13, 2018