Philippe Coutinho gæti snúið aftur á Anfield í vor en það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu.
Forráðamenn félagsins eiga nú í viðræðum við knattspyrnusamband Brasilíu og Króatíu um að spila vináttuleik á vellinum fyrir HM í Rússlandi.
Króatar eru í riðli með Íslendingum á HM í Rússlandi, ásamt Argentínu og Nígeríu en riðillinn er afar strembinn.
Þetta yrði lokaleikur liðanna fyrir HM í Rússlandi sem hefst um miðjan júní en það má fastlega reikna með því að Coutinho verði í brasilíska hópnum sem fer til Rússlands.
Coutinho yfirgaf Liverpool í janúarglugganum og hélt til Barcelona en spænska félagið borgaði 142 milljónir punda fyrir leikmanninn.