Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————-
Arsenal mistókst að landa Jonny Evans, varnarmanni WBA en félagið lagði fram 12 milljón punda tilboð í hann. (Express)
Zlatan Ibrahimovic er að ganga til liðs við LA Galaxy og mun fara til Bandaríkjanna í mars. (L’Equipe)
Riyad Mahrez er ansi þungur þessa dagana þar sem að Leicester vildi ekki hleypa honum til Manchester City. (Sky Sports)
Leikmaðurinn lét ekki heyra í sér í gær og forráðamenn félagsins höfðu ekki hugmynd um hvar hann væri. (Mirror)
Hann mun setjast niður með stjóra liðsins. Claude Puel og fara yfir stöðuna með honum á næstu vikum. (Telegraph)
Crystal Palace reyndi að fá Ibrahim Amadou en Lille hafnaði öllum tilboðum í hann. (Sky Sports)