Jose Mourinho stjóri Manchester United segir að öll liðin við topp deildarinnar hafi bætt sig frá síðustu leiktíð, nema hans lið.
United er í krísu, átta stigum frá Meistaradeildarsæti og útlitið á Old Trafford er ekki bjart.
Fátt virðist ætla að breytast og því gætu dagar Mourinho í starfi verið taldir.
,,Við fengum ekki það lof sem við áttum skilið í fyrra, annað sæti, bikarúrslit og unnum okkar riðil í Meistaradeildinni. Við fengum ekki það lof sem við áttum skilið,“ sagði Mourinho.
,,Öll liðin hafa bætt sig, Tottenham keypti ekkert en hélt sínum bestu mönnum. Öll lið eru betri í dag en ekki við.“
United tekur á móti Arsenal í kvöld klukkan 20:00 en tap þar myndi búa til mikil læti í kringum félagið.