Það heldur áfram að anda köldu á milli Jose Mourinho stjóra Manchester United og Paul Pogba miðjumanns félagsins.
Mourinho er ekki sáttur með framlag Pogba en miðjumaðurinn virðist varla nenna að leggja sig fram.
Þeir félagar hafa átt í deilum á þessu tímabili og það hélt áfram eftir 2-2 jafntefli við Southampton um helgina.
Mourinho lét Pogba heyra það eftir leik og kallaði hann meðal annars vírus. Ensk götublöð segjast vera með heimildarmann sem hlustaði á ræðu Mourinho. ,,Þú spilar ekki, þú virðir ekki samherja þína eða stuðningsmenn. Þú drepur hugarfarið í því heiðarlega fólki sem er í kringum þig,“ á Mourinho að hafa sagt og tjáð honum svo að hann væri vírus.
United mætir Arsenal á morgun og sat Mourinho fyrir svörum í morgun, hann neitaði að ræða þetta mál.
,,EF þú hlustar á það sem ég hef sagt, þá spila ég ekki svona leiki þar sem rætt er um sögusagnir,“ sagði Mourinho