fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
433

Viktor Karl í Breiðablik – Víkingur og Valur sýndu áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 30. desember 2018 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn snjalli Viktor Karl Einarsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í Kópavoginn eftir nokkur ár erlendis. Hann gerir 3 ára samning við uppeldisfélagið sitt.

Bæði Valur og Víkingur sýndu því áhuga á að fá Viktor í sínar raðir en hann ákvað að snúa aftur heim.

Viktor Karl, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Breiðabliki, en hefur síðan 2013 spilað með varaliði AZ Alkmaar. Hann var 16 ára gamall þegar hann skipti frá Breiðabliki til hollenska liðsins haustið 2013. Viktor lék afar vel með unglinga- og varaliði AZ og á að baki um 70 leiki með U19 og U21 árs liði AZ Alkmaar.

Í sumar gekk Viktor Karl til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo þar sem hann lék 16 leiki. Fyrsti leikur hans með IFK Värnamo var sigurleikur IK Brage og var Viktor valinn maður leiksins.

Viktor á að baki 30 leiki með U16, U17, U19 og U21 landsliðum Íslands og skoraði 5 mörk í þeim leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stór plön Sáda – „Spurning um hvenær“

Stór plön Sáda – „Spurning um hvenær“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ og Víkingur ræða um peningaupphæðina fyrir Arnar – Þetta er líklegasta talan

KSÍ og Víkingur ræða um peningaupphæðina fyrir Arnar – Þetta er líklegasta talan
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rýnt í gögnin eftir andlátið – Var í eins og hálfs milljarða skuld

Rýnt í gögnin eftir andlátið – Var í eins og hálfs milljarða skuld
433Sport
Í gær

Má fara í janúar – Þýska stórliðið líklegur áfangastaður

Má fara í janúar – Þýska stórliðið líklegur áfangastaður
433Sport
Í gær

Staðfestir að Manchester United lendi ekki í vandræðum

Staðfestir að Manchester United lendi ekki í vandræðum