fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Bananahýði var kastað í átt að Aubameyang: Af hverju gerir fólk þetta?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. desember 2018 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á frábæran fótboltaleik á Emirates vellinum í London í gær er Arsenal og Tottenham áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Það er mikill rígur á milli þessara liða enda um grannaslag að ræða og var ekkert gefið eftir á grasinu. Arsenal komst yfir snemma leiks er Pierre-Emerick Aubameyang skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Jan Vertonghen fyrir hendi innan teigs.

Forystan entist ekki of lengi en Eric Dier jafnaði metin fyrir gestina 20 mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu. Stuttu eftir það komst Tottenham svo í 2-1 er Harry Kane steig á vítapunktinn hinum megin. Brotið var á Heung-Min Son innan teigs og nýtti Kane tækifærið og skoraði örugglega.

Staðan var 2-1 fyrir Tottenham í hálfleik en nokkuð snemma í þeim síðari jafnaði Aubameyang metin fyrir Arsenal og skoraði sitt annað mark með fallegu skoti sem Hugo Lloris réð ekki við. Varamaðurinn Alexandre Lacazette skoraði svo þriðja mark liðsins á 74. mínútu og staðan orðin 3-2.

Miðjumaðurinn Lucas Torreira gerði svo út um leikinn þremur mínútum síðar og kom þeim rauðu í 4-2.

Þegar Aubameyang fagnaði marki þá var kastað bananahýði í átt að honum, kynþáttafordómar.

,,Af hverju gerir fólk þetta?,“ skrifar framherjinn á Instagram sem skilur ekki hvað fólki gengur til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson