Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn hefur lokað en það er samt alltaf fullt af sögum enda hætta erlend blöð aldrei að grafa upp sögurnar sem fljúga.
Hér má sjá pakka dagsins.
——–
Real Madrid er tilbúið að bjóða Chelsea að fá Isco og Mateo Kovavic í skiptum fyrir Eden Hazard. (Onda Cero)
Juventus mun ekki selja Douglas Costa en Manchester City og United hafa áhuga. (Calcio)
6,5 milljóna punda tilboði West Ham í Gary Medel hjá Besiktas var hafnað. (Talksport)
Thierry Henry vill fá Moussa Dembele frá Tottenham til Monaco. (Le Sport)
Tottenham gæti reynt að fá MAc Aarons 18 ára bakvörð Norwich. (Sun)
Watford óttast að missa Abdoulaye Doucoure til PSG í næsta mánuði. (Mail)
Newcastle mun ekki fá leikmenn snemma í janúar. (Chronicle)