fbpx
Laugardagur 28.september 2024
433Sport

Hólmbert mjög ósáttur með Álasund sem bannaði honum að fara í landsleiki: ,,Af hverju í fjandanum ég fæ ekki að fara?“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Álasund er vægast sagt ósáttur með það stjórnendur félagsins, sem bönnuðu honum að fara í verkefni íslenska landsliðsins í janúar. Það vakti nokkra athygli í gær þegar Erik Hamren valdi hóp sinn sem fer til Katar, að Hólmbert væri ekki þar á meðal. Þessi öflugi framherji átti frábært tímabil með Álasund.

Hann raðaði inn mörkum þegar Álasund rétt missti af sæti í efstu deild Noregs, hann hafði sett stefnuna á að komast í hópinn í janúar. Ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga og því geta félög bannað leikmönnum að fara í verkefnið.

Það sem vekur mesta athygli er sú staðreynd að Aron Elís Þrándarson, sem er einnig leikmaður Álasunds fékk grænt ljós á að fara í verkefnið.

,,Ég er búinn að vera síðustu vikuna í að reyna að fá þetta í gegn, það hefur ekkert gengið. Ég fékk bara þau skilaboð að félagið myndi ekki leyfa þetta, þetta væri frí leikmanna. Eftir langt og strangt tímabil, þá ætti ég að hvíla mig. Mér fannst það svo sem eðlileg skýring en ég skil þá ekki af hverju Aron Elís fær þá að fara,“ sagði Hólmbert þegar 433.is ræddi við hann í dag, hann er staddur á Íslandi í fríi sínu.

,,Ég var og er hrikalega ósáttur, ég spilaði síðustu tvo leikina gegn Stabæk hálf meiddur en ég bjóst samt við því að fá að fara í þetta verkefni. Ég skil ekki af hverju klúbburinn gefur grænt ljós á Aron en ekki mig.“

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn sem Erik Hamren valdi

Þetta verkefni í janúar hefur oftar en ekki reynst góður gluggi fyrir leikmenn sem eru ekki í náðinni að koma inn og sanna ágæti sitt. ,,Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, ég hefði viljað fá þetta verkefni til að sanna mig. Það hefði getað orðið til þess að maður ætti meiri möguleika í framtíðinni að vera í landsliðinu. Ég er búinn að láta Álasund vita, hversu ósáttur ég er.“

Eftir frábært tímabil með Álasund er fjöldi liða sem hefur áhuga á að kaupa Hólmbert og það gæti verið ein ástæða þess að félagið vill ekki hleypa honum í verkefnið, hann gæti meiðst.

,,Ég veit það ekki, mér finnst þetta bara mjög skrýtið. Af hverju í fjandanum fæ ég ekki að fara? Þeir segja að málin hjá mér og Aroni séu ekki eins, ég skil þetta ekki.“

,,Ég hef heyrt af miklum áhuga frá öðrum liðum en það er ekkert sem er fast í hendi, þessi mál eru bara í skoðun og það kemur bara í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þrenna á tíu mínútum hjá Cole Palmer – Sjáðu sturlað mark úr aukaspyrnu

Þrenna á tíu mínútum hjá Cole Palmer – Sjáðu sturlað mark úr aukaspyrnu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola eftir jafntefli dagsins – „Við gerðum stór mistök þegar við gátum komist í 2-0“

Guardiola eftir jafntefli dagsins – „Við gerðum stór mistök þegar við gátum komist í 2-0“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að besti vængmaður heims sé 17 ára – Mikið hrós frá goðsögninni

Segir að besti vængmaður heims sé 17 ára – Mikið hrós frá goðsögninni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona sett í bann og sektað fyrir rasisma

Barcelona sett í bann og sektað fyrir rasisma
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss vann bikarinn eftir úrslitaleik gegn KFA

Selfoss vann bikarinn eftir úrslitaleik gegn KFA
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eru með markmið fyrir stórleikinn – ,,Leikplanið er að pirra þá“

Eru með markmið fyrir stórleikinn – ,,Leikplanið er að pirra þá“