Alex Sandro, leikmaður Juventus á Ítalíu, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.
Þetta var staðfest í dag en Sandro er nú samningsbundinn stórliðinu næstu fjögur árin eða til 2023.
Þetta lokar alveg fyrir það að Sandro sé á leið til Englands en hann var orðaður við Manchester United.
Bakvörðurinn kom til Juventus árið 2015 en hann lék áður með Porto í Portúgal við góðan orðstír.
Chelsea, United og fleiri lið hafa sýnt leikmanninum áhuga sem verður hins vegar um kyrrt á Ítalíu.