Mesut Özil leikmaður Arsenal er frá vegna meiðsla en mætti á leik liðsins gegn Huddersfield.
Özil meiddist á dögunum en hann hefur ekki þótt standa sig í vetur á meðan liðið hefur staðið sig vel.
Özil ákvað að mæta snemma á leikinn á Huddersfield og gladdi þar ungan stuðningsmann liðsins.
Miðjumaðurinn labbaði til drengsins og settist niður með honum, þar fóru þeir yfir málin.
Drengurinn var með Özil derhúfu og var sáttur. Myndband af þessu er hér að neðan.
@MesutOzil1088 at the game today with a young fan pic.twitter.com/Z8hxCfq28n
— TouchofÖzil (@Touchofozil) December 8, 2018