Það gustar um Manchester United og þá sérstaklega Jose Mourinho stjóra liðsins og Paul Pogba.
Mourinho hefur fengið nóg af Pogba, finnst hann latur og segir hann vera vírus í liðinu.
Pogba kann illa við leikstíl Mourinho en miðjumaðurinn reyndi að komast burt frá United í sumar.
Pogba byrjaði á meðal varamanna gegn Arsenal í vikunni þegar liðin gerðu 2-2 janftefli.
,,Hvað viljið þið að ég segi?,“ sagði Pogba við fréttamenn sem vildu ræða bekkjarsetuna við hann.
Pogba gekk í burtu út í nóttina eins og blaðamaður Daily Mail orðar hlutina, sagði ekkert og virkaði í vondu skapi.
Pogba er dýrasti leikmaður í sögu enska fótboltans, United borgaði 89 milljónir punda fyrir hann sumarið 2016.