Jurgen Klopp stjóri Liverpool fær ekkert bann frá enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína. Aðeins sekt upp á 8 þúsund pund er það sem Klopp fær í refsingu.
Klopp kom sér í fréttirnar um helgina er hann missti sig undir lok leiks Liverpool og Everton á Anfield.
Klopp hljóp inn á völlinn eftir sigurmark Divock Origi á 96. mínútu og faðmaði markvörðinn Alisson.
Klopp er ásakaður um sýna Everton vanvirðingu en hann hefur þó sjálfur beðist afsökunar.
,,Ég get skilið viðbrögð hans,“ sagði Maurizio Sarri stjóri Chelsea um málið.
,,Þú verður að skoða aðstæður og hvað er í gangi, grannaslagur og mark á síðustu mínútu. Þú getur skilið þetta.“