,,Jose Mourinho er búinn að vera hjá Manchester United,“ svona hefst pistill frá Stan Collymore í Mirror.
Mourinho er í mikilli brekku með United og erfitt er að sjá hann snúa við gengi liðsins í bráð.
Margir stuðningsmenn United hafa gefist upp á Mourinho og vilja breytingar í brúnni.
,,Þegar Mourinho var í vandræðum hjá Real Madrid, þá var það nógu slæmt.“
,,Það er sem er að gerast hjá Manchester United er enn verra, þetta getur skemmt orðspor hans sem stjóra.“
,,Hann fær alltaf starf ef hann vill, ef hann tekur sér ársfrí. Hann kæmi líklega betri til baka eftir reynsluna á Old Trafford.“