Jurgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu. Klopp kom sér í fréttirnar um helgina er hann missti sig undir lok leiks Liverpool og Everton á Anfield.
Klopp hljóp inn á völlinn eftir sigurmark Divock Origi á 96. mínútu og faðmaði markvörðinn Alisson. Klopp er ásakaður um sýna Everton vanvirðingu en hann hefur þó sjálfur beðist afsökunar.
Paul Merson sérfræðingur Sky Sports segir að ef Jose Mourinho, stjóri Manchester United hefði hagað sér svona. ,,Það væri 25 leikja bann, ég held það,“ sagði Merson.
,,Ef Jose hefði gert svona, honum hefði verið skutlað beint upp í stúku eftir atvikið.“
,,Jose var sendur af velli gegn Southampton fyrir að fara úr boðvangi sínum, allir elska Klopp fyrir utan stuðningsmenn Manchester United.“