UEFA skoðar þú nú hvort fótur sé fyrir því að Manchester City hafi brotið reglur sambandsins um fjármál.
Síðustu mánuði hefur Football Leaks birt gögn sem virðast benda til þess.
City hefur notfært sér sterka fjárhagstöðu eiganda síns, hann hefur dælt inn peningum í félagið á ólöglegan hátt samkvæmt Football Leaks.
Gögnin voru ítarleg og ef UEFA getur sannreynt þau eru líkur á að City verði bannað frá Meistaradeildinni.
PSG er í sömu stöðu en bæði þessi félög hafa miklu minni tekjur en kostnaðurinn er við þau. Þá eiga bæði félög eigendur frá Mið-Austurlöndum.