Graeme Souness sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool hefur áhyggjur af miðsvæði liðsins.
Souness segir að miðsvæði liðsins sé ekki nógu gott, kaupin hjá Klopp í sumar hafi ekki styrkt það svæði.
,,Það er erfitt að gagnrýna Liverpool miðað við stigafjöldann í deildinni en liðið er ekki að gera vel á öllum stöðum,“ sagði Souness.
Liverpool er í öðru sæti deildarinnar og í dauðafæri á að vinna deildina í fyrsta sinn í 29 ár.
,,Stærstu vandamál liðsins eru á miðsvæðinu, ef þú skoðar sumarið þá keypti Klopp tvo miðjumenn og vildi þann þriðja í Nabil Fekir. Ég er ekki viss um að Fabinho eða Naby Keita séu betri en það sem var.“
,,Milner, Wijnaldum og Henderson voru að vinna boltann ofarlega á vellinum og framherjarnir þrír fengu boltann fyrr og voru að búa til vesen. Núna gengur etta hægar, Liverpool er að vinna en það eru fleiri snertingar og sendingar.“