fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433

Ranieri var óhress með stuðningsmenn Fulham – Sungu um að hann hataði Chelsea

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. desember 2018 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk nýliða Fulham í heimsókn í gær.

Chelsea tapaði síðasta leik sínum gegn Tottenham 3-1 og gerði fyrir það markalaust jafntefli við Everton. Þeir bláu voru þó ekki í of miklum vandræðum í dag og unnu að lokum nokkuð sannfærandi 2-0 sigur.

Pedro skoraði fyrra mark heimamanna í fyrri hálfleik áður en varamaðurinn Ruben Loftus-Cheek bætti við öðru í þeim síðari.

Claudio Ranieri mætti með Fulham til Chelsea þar sem hann átti góðan tíma. Hann var hins vegar óhress með stuðningsmenn Fulham.

Þeir sungnu. ,,Ranieri kemur frá Ítalíu og hann hatar Chelsea,“ sungu stuðningsmenn Fulham.

Ranieri var ekki hress og bað stuðningsmenn félagsins um að hætta að syngja þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt