Chelsea er komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk nýliða Fulham í heimsókn í gær.
Chelsea tapaði síðasta leik sínum gegn Tottenham 3-1 og gerði fyrir það markalaust jafntefli við Everton. Þeir bláu voru þó ekki í of miklum vandræðum í dag og unnu að lokum nokkuð sannfærandi 2-0 sigur.
Pedro skoraði fyrra mark heimamanna í fyrri hálfleik áður en varamaðurinn Ruben Loftus-Cheek bætti við öðru í þeim síðari.
Claudio Ranieri mætti með Fulham til Chelsea þar sem hann átti góðan tíma. Hann var hins vegar óhress með stuðningsmenn Fulham.
Þeir sungnu. ,,Ranieri kemur frá Ítalíu og hann hatar Chelsea,“ sungu stuðningsmenn Fulham.
Ranieri var ekki hress og bað stuðningsmenn félagsins um að hætta að syngja þetta.
Fulham fans sing, "Ranieri, he comes from Italy, he f*cking hates Chelsea".
Claudio isn't happy and signals them to stop.— Mark Worrall (@gate17marco) December 2, 2018