fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433Sport

Þróttur fetar í fótspor KV og styrkir Bjarka og fjölskyldu – ,,Gangi ykkur vel elsku fjölskylda“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktarleikur á milli HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla í fótbolta fer fram í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður spilaður í Kórnum í Kópavogi.

Bjarki Már Sigvaldson hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við krabbamein og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Kópavogsfélögin HK og Breiðablik vilja taka höndum saman með því að tileinka Bjarka Má og fjölskyldu leikinn og vonast til þess að Kópavogsbúar og aðrir gestir komi í Kórinn og styrki Bjarka og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.

Bjarki fékk þau skilaboð á dögunum að hann ætti aðeins nokra mánuði eftir en hann og Ástrós, kærasta hans eignuðust sitt fyrsta barn nýlega.

Það eru margir sem hafa lagt inn á styrktarreikning Bjarka og fjölskyldu og eru knattspyrnufélög einnig að rétta fram hjálparhönd.

KV, lagi 15 þúsund krónur til Bjarka og fjölskyldu í gær og Þróttur Vogum hefur fetað í þeirra fótspor.

Meira:
Styrkja Bjarka og hans fallegu fjölskyldu: Glímir við ólæknandi krabbamein – Skora á önnur lið að gera slíkt hið sama

Af Facebook síðu Þróttar:
Knd. Þróttar Vogum styrkir Bjarka Má og hvetur aðra að gera það sama.

Frábær áskorun og glæsilegt framtak hjá KV í gærkvöldi !
Anton Ingi leikmaður Þróttar Vogum er bróðir eiginkonu Bjarka. Gangi ykkur vel elsku fjölskylda.

Knattspyrnudeild Þróttar styrkir fjölskylduna 20.000kr og skorar á alla AÐRA að styrkja fjölskylduna. Margt smátt gerir eitt stórt.

130-26-20898, kt. 120487-2729

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Scholes gagnrýnir Mainoo harkalega og segir hann lélegan íþróttamann

Scholes gagnrýnir Mainoo harkalega og segir hann lélegan íþróttamann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ari Freyr Skúlason aðstoðar U21 árs landsliðið – Tveir leikir í næsta mánuði

Ari Freyr Skúlason aðstoðar U21 árs landsliðið – Tveir leikir í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fljótur að eyða aðgangi sínum á stefnumótaforriti eftir að málið fór í fréttirnar

Fljótur að eyða aðgangi sínum á stefnumótaforriti eftir að málið fór í fréttirnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast það að United falli á næstu leiktíð ef Amorim styrkir ekki þessar fimm stöður í sumar

Óttast það að United falli á næstu leiktíð ef Amorim styrkir ekki þessar fimm stöður í sumar