Leikmenn í Seriu A á Ítalíu munu allir bera rauða rönd í andliti sínu um helgina. Þetta er gert til þess að styðja baráttu kvenna gegn ofbeldi.
Leikmenn deildarinnar munu bera röndina til að minna á að ofbeldi gegn konum eigi ekki að líðast.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta verður gert en þetta ætti að vekja athygli.
Cristiano Ronaldo og fleiri stjörnur munu taka þátt í þessu verkefni.
Myndir af því hvernig þetta hefur verið áður, má sjá hér að neðan.