Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United ætlar sér að funda með Jose Mourinho í vikunni.
Þar verður farið yfir lætin og vesenið í kringum félagið á síðustu vikum, allt stefnir þó í að Mourinho haldi starfinu.
United vann góðan sigur á Newcastle um helgina eftir að hafa verið tveimur mörkum undir.
Mourinho virðist eiga í slæmum samskiptum við nokkra leikmenn sem vilja losna við hann.
Woodward hefur sett traust sitt á að Mourinho snúi við taflinu en þeir munu í vikunni ræða málin og hvað sé hægt að gera.