Ef Jose Mourinho stjóri Manchester United verður rekinn frá félaginu, þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að selja húsnæðið sitt.
Ástæðan er sú að Mourinho hefur alla tí búið að hóteli eftir að hann tók við United þann 6. júlí árið 2016.
Mourinho býr á Lowry hótelinu í borginni en fjölskylda hans býr í London, hún vildi vera þar áfram.
Mourinho ákvað því strax að vera bara á hóteli, Lowry hótelið er glæsilegt og er Mourinho með flottasta herbergið sem hótelið hefur.
Þar kostar nóttin 600 pund en Mourinho hefur því eytt 75 milljónum íslenskra króna í hótelkostnað á rúmum tveimur árum.