fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433

Hazard hræðir stuðningsmenn Chelsea – ,,Real Madrid er besta félag í heimi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. október 2018 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard leikmaður Chelsea hefur hingað til ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið.

Hazard er með samning við Chelsea til ársins 2020 en hann hefur lengi verið orðaður við Real Madrid.

,,Ég vil ekki vera með neitt vesen,“ sagði Hazard sem var spurður að því hvort hann gæti farið í hart við Chelsea líkt og Thibaut Courtois sem fór frá Chelsea til Real Madrid í sumar.

,,Ég vil það sem er gott fyrir mig en ég vil líka það sem er gott fyrir Chelsea, félagið sem hefur gefið mér allt. Ég vil ekki segja að ég skrifi undir en svo geri ég það ekki. Ég sé til. Stundum vakna ég og hugsa að ég vilji fara, stundum vakna ég og hugsa um að ég vilji vera áfram.“

,,Þetta er erfið ákvörðun, þetta er mín ákvörðun. Ég er 27 ára og verð 28 ára gamall í janúar.“

,,Ég er að spila vel núna, Real Madrid er besta félag í heimi. Ég vil ekki ljúga til um það, það er minn draumur að spila þar. Mig hefur alltaf dreymt um þetta félag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea tapaði á heimavelli – Forest lagði Tottenham

England: Chelsea tapaði á heimavelli – Forest lagði Tottenham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Wolves og Manchester United – Rashford ekki í hóp

Byrjunarlið Wolves og Manchester United – Rashford ekki í hóp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir meiddir og Arsenal sagt horfa til Frakklands

Tveir meiddir og Arsenal sagt horfa til Frakklands
433Sport
Í gær

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við

Það versta síðan Sir Alex Ferguson var nýtekinn við
433Sport
Í gær

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök