fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433Sport

Goðsögn velur Gylfa þann besta um helgina – ,,Var í vandræðum með að höndla verðmiðann í fyrra“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. október 2018 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Gylfi skoraði geggjað sigurmark gegn Leicester um helgina, þessi magnaði leikmaður er að nálgast sitt besta form.

,,Íslenski miðjumaðurinn hefur magnaða hæfileika en hann er leikmaður sem þarf sjálfstraust, hann kom sér ekki nógu vel fyrir í liði Everton á síðustu leiktíð eftir að félagið keypti hann á metfé, fyrir 45 milljónir punda,“ sagði Redknapp.

,,Hann var í vandræðum með að höndla verðmiðann, hlutverk hans var líka óskýrt og miklar breytingar á þjálfurum. Núna virðist hann njóta sín í botn undir stjórn Marco Silva.“

,,Sigurðsson er svo frábær spyrnumaður, langskot hans eru eins góð og þau verða í deildinni. Sigurmark hans gegn Leicester var 50 mark hans í úrvalsdeildinni, 19 hafa komið fyrir utan teig.“

,,Þegar Gylfi er í stuði, þá er hann magnaður leikmaður.“

Lið vikunnar frá Redknapp er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“