Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Gylfi skoraði geggjað sigurmark gegn Leicester um helgina, þessi magnaði leikmaður er að nálgast sitt besta form.
,,Íslenski miðjumaðurinn hefur magnaða hæfileika en hann er leikmaður sem þarf sjálfstraust, hann kom sér ekki nógu vel fyrir í liði Everton á síðustu leiktíð eftir að félagið keypti hann á metfé, fyrir 45 milljónir punda,“ sagði Redknapp.
,,Hann var í vandræðum með að höndla verðmiðann, hlutverk hans var líka óskýrt og miklar breytingar á þjálfurum. Núna virðist hann njóta sín í botn undir stjórn Marco Silva.“
,,Sigurðsson er svo frábær spyrnumaður, langskot hans eru eins góð og þau verða í deildinni. Sigurmark hans gegn Leicester var 50 mark hans í úrvalsdeildinni, 19 hafa komið fyrir utan teig.“
,,Þegar Gylfi er í stuði, þá er hann magnaður leikmaður.“
Lið vikunnar frá Redknapp er hér að neðan.