fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Íslenskir stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir og pirraðir á Salah – ,,Þvílíka hörmungin sem þetta var“

433
Fimmtudaginn 4. október 2018 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool var í vandræðum í Meistaradeild Evrópu í gær er liðið heimsótti ítalska stórliðið Napoli.

Liverpool hefur spilað flottan sóknarbolta undir stjórn Jurgen Klopp en var í erfiðleikum fyrir framan markið í gær. Liverpool átti aðeins fimm marktilraunir í 1-0 tapi og fór ekki eitt af þeim skotum á mark heimamanna.

Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem Liverpool nær ekki skoti á markið í Meistaradeildinni. Það gerðist síðast í febrúar árið 2006 er liðið tapaði 1-0 gegn Benfica.

Liverpool hefur byrjað tímabilið með látum en frammistaða liðsins hefur búið til áhyggjur í íslenskum stuðningsmönnum liðsins. Það má sjá á Facebook síðu stuðningsmanna.

Þar er Mohamed Salah, besti leikmaður liðsins í fyrra harkalega gagnrýndur og sömuleiðis, Jurgen Klopp.

Helstu umræðupunktana má sjá hér að neðan.

Árni Jónsson
Salah er búin að vera farþegi í síðustu leikjum, skil ekki afhverju hann var ekki tekin útaf í þessum

Sveinn Sigurbjörnsson
Hef verulegar áhyggjur af sóknar leik Liverpool. Mane ömurlegur og Salah ekkert skárri

Ellert Jósteinsson
Hækka launin hjá salah

Stefán Hrafn Stefánsson
Jafntefli hefði verið rán. Vorum yfirspilaðir í 90 min og Klopp gerði nákvæmnlega ekkert til að bregðast við því.

Sigþór Ari Sigþórsson
Fyrsti leikurinn sem „mátti“ tapa án þess að missa af neinu og útkeyrðir leikmenn einfaldlega þáðu það.

Róbert Sæmundsson
Það hefði verið ósanngjarnt að tapa ekki eftir þessa frammistöðu, þvílíka hörmungin sem þetta var.

Ásgeir Bjarni Ásgeirsson
Það var alveg viðbúið að við myndum eiga svona leik líka og er ekki bara gott að hann er búinn… Það er alveg óþarfi að fara úr límingum hér og láta eins og allt sé farið. Það góða við svona leik hjá okkar mönnum er að oftar en ekki koma þeir með stjörnuleik í næsta leik eftir svona framistöðu. Höldum áfram að trúa….Þetta er langt. langt tímabil YNWA 🙂

Ingólfur Þorleifsson
Verst að hann skuli ekki breyta liðinu neitt. Er ekki bjartsýnn fyrir sunnudeginum með svona afturhaldi.

Hreiðar Lárusson
Jafntefli hefði verið góð úrslit. Að fá á sig sigurmark á 90. mín er svo vond tilfinning.. En Napoli voru bara miklu betri, Fab 3 virkilega off í kvöld og búnir að vera það undanfarna leiki, það hræðir mig meira en þetta tap. En áfram gakk.

Þórður Daníel Ólafsson
hélt kanski að Klopp mundi nota eitthvað þessa breidd sem liðið hefur loksins. Menn virkuðu bara þreyttir heilt yfir og hefði verið gott að ná að hvíla 3-4 menn og nota skiptingarnar fyrr. Vona allavega að við verðum ekki svona þunglamalegir á móti City um helgina, vorum í raunini heppnir að tapa bara með einu marki

Sigurður Einar Einarsson
Einfaldlega lélegur liverpool leikur í þessu erfiða leikjaprógrami. Framistaðan ekki góð og úrslitin sangjörn en engin heimsendir. Klopp vissi að sigur eða jafntefli hefði verið frábær úrslit í kvöld og tók ekki áhættu með liðsvalið en hlutirnir voru einfaldlega ekki að ganga.

Það þýðir ekkert að pirra sig á þessu. Markmiðið í riðlakeppninni er að komast áfram og ég hef trú á okkar mönnum hvað það varðar.

Elvar Bjarki Friðriksson
daprasti leikurinn hingað til kominn.. jákvæða sem ég við þetta er að við getum valla átt mikið slappari leik en þetta…… enn er það bara ég að finnst skrýtið að sturridge fái ekki að spila meira.. eins og hann er búinn að sýna í síðustu leikjum?

Stefán Kristvinsson
okkar slakasti leikur, sáum aldrei til sólar… ég hreinlega skil ekki hvað Klopp var að hugsa….. þríburarnir frammi slökustu menn liðsins í kvöld, hefði viljað sjá Shaqiri og Sturridge koma inná á ekki seinni en 70 mín og sjá til hvort við hefðum ekki náð einhverjum tökum á miðjunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Chelsea lagði Leicester

England: Chelsea lagði Leicester
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans
433Sport
Í gær

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
433Sport
Í gær

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
433Sport
Í gær

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United