Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United hefur misst þolinmæðina á Jose Mourinho, stjóra Manchester United. Scholes var sérfræðingur í sjónvarpi í gær þegar United gerði markalaust jafntefli við Valencia.
Scholes var hissa að Mourinho væri í starfi eftir slæmt tap gegn West Ham um liðna helgi. ,,Ég sit hérna og er bara hissa að hann sé í starfi eftir laugardaginn, frammistaðan var það slæm,“ sagði Scholes.
,,Hann er alltaf að hrauna yfir leikmennina, hann lætur þá sem stýra félaginu heyra það, því hann fær ekki það sem hann vill. Hann ræður ekki við munninn á sér og hann er félaginu til skammar.“
Mourino er ekki mikið fyrir að hlusta á aðra og gefur lítið fyrir gagnrýni frá goðsögn, eins og Scholes.
,,Ég þarf ekki að vita hvað hann sagði, hann segir það sem hann vill segja,“ sagði Mourinho.
,,Ég hef ekki áhuga, ég hef ekki áhuga. Heiðarlega svarið er, ég hef ekki áhuga. Þetta er frjálst land, hann getur sagt það sem hann vill.“
Jose Mourinho could not have been any more dismissive of Paul Scholes' comments… pic.twitter.com/JDSp9m8Rr9
— ESPN FC (@ESPNFC) October 3, 2018