Neil Warnock stjóri Cardiff segir að hann hafi getað keypt Virgil van Dijk fyrir 6 milljónir punda sumarið 2014.
Warnock var þá stjóri Crystal Palace en útsendari félagsins taldi hann ekki nógu góðan.
Van Dijk fór ári síðar til Southampton og Liverpool keypti hann svo í janúar á 75 milljónir punda.
,,Ég er ánægður að sjá Van Dijk spila svona vel,“ sagði Warnock sem er stjóri Arons Einars Gunnarssonar en liðið heimsækir Liverpool á morgun.
,,Við gátum fengið hann til Palace fyrir 6 milljónir punda en njósnari okkar sagði að hann væri of hægur.“
,,Ég held að sá maður sé áfram í starfi.“