Stuðningsmenn Manchester United hafa margir fengið nóg af Romelu Lukaku framherja félagsins, í bili, hið minnsta.
Lukaku hefur verið mjög slakur síðustu vikur og virðist tankurinn vera tómur.
Snertingar Lukaku eru slakar, hann er ekki að klára þau færi sem hann færir og þá virkar hann bara latur.
Lukaku lék allan leikinn í tapi gegn Juventus í gær en það var atvik í leiknum sem vakti athygli.
Lukaku sem fær haug af pening fyrir að spila fótbolta, gat varla tekið á móti bolta í eitt skiptið og sendingin hans var hræðieg.
Atvikið má sjá hér að neðan.
First of all mans first touch is compromised of FOUR touches, which almost take the ball out of play with no pressure from the opponent. Then, unprovoked, he makes the most deluxe of passes to the opponent…. Lukaku is the gift that just keeps giving pic.twitter.com/yI67jxdQzo
— Summertime Mooz (@The_MuziSbu) October 23, 2018