Arsenal er heldur betur að spila vel undir stjórn Unai Emery en liðið hefur unnið sjö leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vann sannfærandi sigur á Leicester í gær og er liðið í fjórða sæti deildarinnar.
En getur Arsenal unnið deildina? Arsenal vann deildina síðast árið 2004 en síðan hafa verið erfiðleikar.
Ef tölfræðin er skoðuð þá er Arsenal að fá fleiri færi á sig en liðin fyri ofan sig.
Arsenal er einnig að skapa sér færri færi en þrjú bestu lið deildarinnar um þessar mundir.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.