Valur í Pepsi-deild kvenna hefur gert þriggja ára samning við Bergdísi Fanney Einarsdóttur. Þetta staðfesti félagið í gær.
Bergdís þykir mjög efnileg en hún er fædd árið 2000 og kemur til Vals frá ÍA í Inkasso-deildinni.
Bergdís er einni partur af yngri landsliðum Íslands og hefur leikið yfir 50 meistaraflokks leiki þrátt fyrir ungan aldur.
Tilkynning Vals:
Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá 3ja ára samningi við Bergdísi Fanney Einarsdóttur.
Bergdís sem er mjög efnilegur leikmaður hefur skorað 22 mörk í 57 meistaraflokksleikjum ásamt því að hafa skorað 4 mörk í 25 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.
Bergdís lék sl. tímabil með ÍA og bjóðum við hana velkomna í Val