Framtíð Alexis Sanchez, sóknarmanns Manchester United er í óvissu en Jose Mourinho hefur misst þolinmæðina gagnvart honum.
Sanchez komst ekki í leikmannahóp United gegn West Ham um helgina þegar United tapaði 3-1.
Sanchez kom til United í janúar og er launahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hans er ekki eftir því.
Sanchez hefur átt í miklum vandræðum og aðeins skorað þrjú mörk á þessum tíma. Mirror tók saman fimm félög sem Sanchez gæti spilað fyrir í janúar.
1. Real Madrid
Ef það er eitthvað sem þarf til að hafa Sanchez í sínum herbúðum þá eru það peningar. United fer fram á hátt kaupverð og þá er Sanchez með 500 þúsund pund á viku.
2. Juventus
Þessi ítalski risi fékk Cristiano Ronaldo í sumar en það virðist vera fjármagn í aðra stjörnu. Sanchez átti góða tíma hjá Udinese og hefði áhuga á að fara aftur til Ítalíu.
3. Paris Saint-Germain
Þyrftu að losa fjármagn til að hafa efni á Sanchez en í París elska menn að fá stór nöfn í sínar raðir.
4. Arsenal
Kannski ekki líklegasti kosturinn en Sanchez átti góða tíma í London og gæti viljað fara þangað aftur.
5. Manchester United
Líklegast er að Sanchez verði áfram hjá United enda er félagið að borga honum rosaleg launF