Samkvæmt enskum blöðum hefur Chelsea fengið nóg af Alvaro Morata og vill félagið selja hann í janúar.
Morata er ekki að finna sig í Lundúnum en hann er á sínu öðru tímabili hjá félaginu.
Framherjinn kom til félagsins á Real Madrid en Manchester United hætti skyndilega við að kaupa hann.
United ákvað frekar að taka Romelu Lukaku en Morata byrjaði frábærlega hjá Chelsea.
Nú er sagt að Maurizio Sarri vilji fá Mauro Icardi framherja Inter eða Patrick Cutrone framherja AC Milan.
Icardi er einn öflugasti framherji í heimi sem myndi án nokkurs vafa styrkja Chelsea.