Wayne Rooney var einn af fimm leikmönnum sem stjórnuðu klefanum hjá Manchester United í stjóratíð, Sir Alex Ferguson.
Þessir fimm leikmenn sáu til þess að virðing yrði borinn fyrir stjóranum og að nýir leikmenn færu ekki fram úr sér.
Stjörnur voru keyptar en þessir fimm leikmenn gripu strax í taumana, ef eitthvað var að fara úrskeiðir.
,,Það fékk enginn að verða stærri en stjórinn,“ sagði Rooney í viðtali í Bandaríkjunum.
,,Ryan Giggs, Gary Neville, Paul Scholes, Rio Ferdinand og ég leyfðum því aldrei að gerast, við lifðum fyrir Unted og vildum það besta fyrir félagið.“
,,Við stjórnuðum klefanum sjálfir, Ferguson þurfti ekki að sjá um það. Leikmenn fengu traust stjórans til að sjá um þetta.“