Í dag eru þrjú ár síðan að Jurgen Klopp stýrði Liverpool í fyrsta sinn, hann hefur komið með mikla skemmtun inn í ensku úrvalsdeildina.
Klopp hefur breytt liði Liverpool mikð og fengið til þess mikið fjármagn.
Byrjunarliðið í hans fyrsta leik kostaði 116 milljónir punda en þremur árum síðar hefur mikið breyst. Liðið gerði það markalaust jafntefli við Tottenham.
Allisson og Virgil van Dijk kosta saman 140 milljónir punda sem er meira en allt liðið í fyrsta leik Klopp.
Klopp eyddi 92 milljónum punda í Naby Keita og Fabinho sem eru oftar en ekki á bekknum hjá Liverpool.
Klopp er vinsæll á meðal stuðningsmanna Liverpool sem bíða enn eftir fyrsta titlinum undir hans stjórn.
Lið Liverpool í leiknum: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Milner, Lallana (Allen 81), Coutinho (Ibe 87), Origi
Ónotaðir varamenn: Toure, Bogdan, Sinclair, Teixeira, Randall