Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United er einn af þeim sem er hvað duglegastur við að gagnrýna sitt gamla félag þessa dagana.
Scholes segist óttast það að United sé að verða eins og Liverpool í gamla, stefnulaust félag.
,,United hefur gleymt því sem er mikilvægast og það er það sem gerist innan vallar,“ sagði Scholes.
,,Félagið er frábært í að búa til peninga en hvernig gengur það til lengdar ef liðið spila svona illa?.“
,,Mér líður eins og United sé að verða eins og Liverpool fyrir nokkrum árum, að við séum að gera öll sömu mistök og þeir gerðu.“
,,Við vorum að gagnrýna Liverpool og City fyrir að skipta um stjóra reglulega, taka aldrei rétta ákvörðun. Við erum að verða þannig.“