Virgil van Dijk miðvörður Liverpool þarf að fá sprautu fyrir hvern leik til að geta spilað.
Miðvörðurnn þurfti að draga sig úr hollenska landsliðinu til að reyna að jafna sig.
,,Virgil hefur spilað með tvö brotinn rifbein síðustu vikur,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari Hollands.
,,Hann hefur þurft að fá sprautu fyrir hvern einasta leik hjá Liverpool síðustu vikur.“
Van Dijk er fyrrliði Hollands og spilaði í sigri gegn Þýskalandi um liðna helgi.
,,Hann vildi spila gegn Þýskalandi, hann verður að gefa Liverpool til baka.“