Michael Carrick fyrrum miðjumaður Manchester United og aðstoðarþjálfari liðsins í dag er ekki sáttur við gamla liðsfélaga.
Hann segir að þeir séu of fljótir til að hoppa til og gagnrýna sitt gamla félag.
Paul Scholes hefur verið mest í þvi að hrauna yfir United liðið nú þegar á móti blæs.
,,Það eru alltaf gríðarlegar væntingar hjá Manchester United, núna gerist eitthvað og sérfræðingar hoppa til,“ sagði Carrick.
,,Leikmenn okkar eru bara venjulegar manneskjur, það er einfalda leiðin að henda leikmönnum undir rútuna og segja að þeir séu ekki að reyna. Það er ekki málið.“