Luke Shaw bakvörður Manchester United er að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.
Frá þessu segja blaðamenn BBC en núverandi samningur Shaw rennur út eftir tímabilið.
Shaw hefur byrjað tímabilið vel en eftir erfiða tíma hefur hann stimplað sig vel inn.
Shaw kom til United árið 2014 en meiðsli hafa truflað hann auk þess sem Jose Mourinho hefur ekki alltaf haft trú á honum.
Sagt er að Shaw geri samning til fimm ára og mun hann þéna 150 þúsund pund á viku. Sem er talsverð hækkun á eldri samningi hans.
Via colleague @bbcsport_david, Luke Shaw close to agreeing new long-term contract with Man Utd. Precise details still to be finalised. Lots of those to be done – or not – over next few months.
— Simon Stone (@sistoney67) October 15, 2018