AC Milan hefur fengið ógeð af Tiemoue Bakayoko miðjumanni liðsins sem er í láni frá Chelsea.
Ítalskir fjölmiðlar fjallar um málið en Bakayoko kom til Milan í sumar.
Chelsea keypti Bakayoko frá Monaco fyrir rúmu ári síðan frá Monaco, þar kostaði hann félagið 40 milljónir punda.
Milan vill reyna að binda enda á lánssamning Bakayoko ef Bakayoko bætir ekki leik sinn.
,,Bakayoko verður að læra að fá boltann,“ sagði Gennaro Gattuso þjálfari liðsins á dögunum.
Bakayoko var í franska landsliðinu en hann er nú á bekknum hjá Milan og er langt frá landsliðinu.