Glazer fjölskyldan sem er stærsti eigandi Manchester United hefur kostað félagið milljarð punda á þrettán árum.
Stærsta ástæðan eru vextir á skuldum en Glazer fjölskyldan tók 525 milljóna punda lán til að kaupa félagið árið 2005.
Síðan þá hefur félagið borgað gríðarlega vexti en lánið er í dag 487 milljónir punda.
Fjölskyldan hefur einnig verið dugleg að taka fjármuni úr félaginu og setja í sinn vasa. Í fyrra fékk fjölskyldan 18 mlljónir punda, en einig hefur fjölskyldan fengið 22 milljónir punda, 23 milljónir punda og 20 milljónir punda í sinn vasa.
Fyrr ári síðan fór félagið að selja hluti á markaði og safnaði Glazer fjölskyldan þá 56 milljónum punda sem allt fór í vasa þeirra.
Glazer fjölskyldan er umdeild en á fyrstu árum sínum var lítið fjárfest í leikmannahópnum sem hefur reynst dýrkeypt í seinni tíð.