Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton var heldur betur í stuði um helgina þegar Everton vann Fulham.
Gylfi skoraði tvö góð mörk í sigrinum og var lang besti maður vallarins.
,,Einbeiting okker er bara á að vinna leiki og horfa ekki of langt fram, ef þú tapar nokkrum leikjum þá ferðu hratt niður töfluna en ef þú vinnur nokkra í röð þá ferðu hratt upp,“ sagði Gylfi.
,,Það mikilvægasta er að einbeita sér að hvejrum leik, við verðum að halda okkur á sömu braut og reyna að vinna um næstu helgi.“
,,Við horfum ekki of langt, við erum að bæta liðið okkar og vera öflugir varnarlega, og skora fleiri mörk.“
Gylfi nýtur þess að vinna með Marco Silva. ,,Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, ég nýt þess að vinna fyrir hann. Hann leggur mikið á okkur og vill spila góðan fótbolta.“